Hótel Geysir er staðsett á hinum sögufræga stað

Geysi í Haukadal.

Haukadalur er einn þekktasti sögustaður okkar íslendinga, bæði til forna sem og í dag.  Bóndasonur frá Haukadal, Sigurður Greipsson, stofnaði íþróttaskóla á föðurleifð sinni sem hann rak ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Bjarnadóttur samfellt í fjörutíu og þrjú ár.  Í dag er Hótel Geysir rekið sem glæsilegt fjölskyldu heilsárshótel af hjónunum Má Sigurðssyni (yngsta syni þeirra Sigurðar og Sigrúnar) og Sigríði Vilhjálmsdóttur ásamt börnum þeirra, Mábil Gróu og Sigurði. 
 
Við leggjum mikinn metnað í að allir séu jafn ánægðir við komu sem og við brottför og að dvölin verði til yndisauka. 
 
Á hótelinu eru tuttugu tveggja manna stúdíó íbúðir. Auk þess bjóðum við upp á fjórar lúxus stúdíó íbúðir með hornbaðkari. Við hótelið er náttúrulaug með heitu hveravatni en laugin er um það bil 35-40°C heit þegar vel viðrar en er kaldari yfir vetrartímann.  Laugin er 16,5 m löng og upplagður staður til að skemmta sér með fjölskyldu og vinum.  Við hliðina á lauginni eru heitir pottar þar sem gott er að slaka á eftir gönguferð um svæðið.  Það jafnast ekkert á við að liggja í funheitum pottum eða náttúrulegri hveralaug undir stjörnubjörtum himni og slaka á í náttúrunni.  
 
Á Geysissvæðinu má finna glæsilegan veitingarstað, veitingarsölu með léttari veitingum, minjagripaverslun, bensínstöð, Geysisstofu sem er safn með margmiðlunarsýningu, hestaleigu, fjórhjólaleigu, tjaldsvæði auk annarra afþreyinga til dæmis hálendisferðir.  Allar upplýsingar um afþreyingu á svæðinu má hér á heimasíðu hótelsins.
 
Við höfum opið allt árið en hótelið sjálft er lokað í janúar.

Endilega hafið samband fyrir frekari upplýsingar eða ef þið óskið eftir verðtilboðum. Einnig er hægt að bóka gistingu með því að smella hér.


Loftmynd af Geysis svæðinuVegalengdir frá Hótel GeysiÍ göngufæri við Hótel Geysi
Reykjavík 110 kmHverasvæðið, Geysir og Strokkur
Gullfoss 10 kmMinjagripaverslun og söluskáli
Skálholt 26 kmTjaldsvæðið
Flúðir 27 kmHaukadalsvöllur
Þingvellir 40 kmBensínstöð
Selfoss 60 kmFjórhjólaleiga
Langjökull 37 kmHaukadalsskógur
Laugarvatn 30 km
Hestaleiga
Hekla 110 km
Náttúrulaug og heitir pottar með hveravatni
Keflavíkurflugvelli 159 kmMargmiðlunarsafn